Bruggtúr

Um upplifunina

Bryggjan Brugghús er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík. Í brugghúsinu okkar bruggum við fyrirtaks bjóra sem dælt er beint á barinn.

Bruggtúrinn okkar er léttur, þægilegur og skemmtilegur en hann tekur rúmlega 15 mínútur. Innifalið í túrnum er kynning á bjórunum okkar og brugginu. Hægt er fara í Bruggtúrinn með þriggja eða sex bjóra smakki af því ferskasta úr brugghúsinu okkar.

Bruggtúrinn er daglega og á klukkutíma fresti frá klukkan 12.00 til 22:00. Óþarfi er að bóka í túrinn, bara mæta tímanlega á barinn og láta þjóninn vita.

Hvað er innifalið?

Bjórsmökkun og skoðunarferð um brugghúsið ásamt skemmtilegum fróðleik.

Bruggtúr með þriggja bjóra smakki (borið fram í 200ml glösum): 3.490 kr.

Bruggtúr með sex bjóra smakki (borið fram í 200ml glösum): 5.290 kr.

UPPLIFÐU FRÁBÆRAN MAT OG BJÓR

BÓKA NÚNA

Loading...