Um okkur

Sjálfstætt brugghús og bistro Grandagarði 8, 101 RVK.

Bryggjan Brugghús

Bryggjan Brugghús er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar á Grandagarði 8 við Reykjavíkurhöfn í gamla húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Metnaður okkar liggur í að framleiða og bjóða uppá fjölbreytt úrval ýmissa veiga. Barinn státar af 12 bjórdælum sem veita ferskum hágæða bjór beint úr brugghúsinu og sérsmíðaður vínskápur heldur auðugu vínsafni okkar í fullkomnu hitastigi.

Bryggjan Brugghús getur tekið á móti 280 gestum og er opin frá 11 til 00 alla virka daga og 11 til 01 um helgar eldhúsið er síðan opið fimmtudaga-laugardags 11:30-22:30, sunnudaga-miðvikudaga 11:30-22:00.

Bistro

Við bjóðum upp á sælkerarétti í Bistro-inu með áherslu á hágæða fjölbreytta rétti úr sjávarfangi veiddu á íslandsmiðum auk hefðbundinna rétt sérvalda af Margréti Ríkarðsdóttur yfirkokki.

Brugghúsið og barinn

Okkar metnaður liggur í að framleiða frábæra bjóra og dæla honum beint í glös viðskiptavina með 12 bjórdælum sem eru á barnum. Við viljum líka færa viðskiptavinum okkar með vandlega valin vín af sommeliernum okkar Arturo Santoni Rousselle á fullkomnu hitastigi úr sérsmíðuðum vínskápum okkar. Andrew bruggari og Arturo Santoni Rousselle vínþjónn hafa síðan notað sína sérþekkingu til að para saman bjór og vín við matseðla okkar, auk þess sem barþjónar okkar blanda kokteila af sinni kunnu snilld.

Bruggsalurinn

Við getum tekið á móti 100 gestum í bruggsalinn og hann er þess vegna ákjósanlegur fyrir hópa og ýmis tilefni. Það er hægt að stúka af salinn og hann er búinn hágæða skjávörpum og nútíma tækni fyrir ráðstefnur, fundi og önnur tilefni.

Bryggjan

Getur tekið allt að 100 gesti og er einstakur staður til að sitja og fá sér góðan mat og drykk á góðviðrisdögum.

Saga hússins

Húsið á sér sögulegan bakgrunn, það var reist árið 1947 undir starfsemi Fiskiðjuvers ríkisins eða Bæjarútgerð Reykjavíkur. Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) var fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Reykjavík. Stofndagur Bæjarútgerðarinnar var þegar fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson kom til landsins þann 17. febrúar 1947. Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti nokkrum árum síðan að byggt yrði frystihús og árið 1959 keypti Bæjarútgerðin hús sem byggt var fyrir Fiskiðjuver ríkisins við Grandagarð 8 en Fiskiðjuverið hafði rekið þar frystihús og niðursuðuverksmiðju. Þegar Ísbjörninn hf. og Bæjarútgerð Reykjavíkur sameinuðust í Granda hf. 13. nóvember árið 1985 var frystingu hætt í fyrstihúsinu að Grandagarði 8 og stóð húsið lengi autt en hefur nú verið gert upp og er þar nú Sjóminjasafnið í Reykjavík.