Viltu kynnast bjórunum okkar betur

Á Bryggjunni Brugghús bjóðum við ekki einungis upp á gómsætan mat og bragðgóðan bjór. Við bjóðum einnig upp á nokkrar ólíkar leiðir til þess að njóta afurðanna úr brugghúsinu sem mest og best. 

Hér fyrir neðan má sjá nánari útlistun á þeim námskeiðum og túrum sem við bjóðum upp á. 

Bjórskólinn

Bjórskóli Bryggjunnar Brugghús er skemmtilegt og fræðandi 60 mínútna námskeið sem inniheldur nóg af bjór og gómsætum veitingum sem engan svíkja! Vinsamlegast athugið að aldurstakmark í skólann er 20 ár og þáttakendur verða að vera minnst 10.

Innifalið í skólanum er fjölbreytt þriggja bjóra smakk úr brugghúsinu okkar, allt að 1,5 ltr. af lagernum okkar, 8 kjúklingavængir hægeldaðir upp úr Bryggjubjór og velt upp úr heimagerðri hot sauce, bjórsoðinn kræklingur með fennel, hvítlauk og kóríander. Og síðast en ekki síst hressandi kennsla og fjölbreyttur fróðleikur!

Bjórskólinn fer fram á íslensku á fimmtu-, föstu-, og laugardögum klukkan 18.00. Á ensku fer hann fram alla daga klukkan 17.00. Fyrir bókanir og meiri upplýsingar vinsamlegast hafið samband við booking@bryggjanbrugghus.is / 456 4040

Verð: 8.990 kr.

Bjórtúr

Bryggjan Brugghús er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík. Í brugghúsinu okkar bruggum við fyrirtaks bjóra sem dælt er beint á barinn.

Bjórtúrinn okkar er léttur, þægilegur og skemmtilegur en hann tekur rúmlega 15 mínútur. Innifalið í túrnum er kynning á bjórunum okkar og brugginu. Hægt er fara í Bjórtúrinn með þriggja eða sex bjóra smakki af því ferskasta úr brugghúsinu okkar.

Bjór túrinn er daglega og á klukkutíma fresti frá klukkan 12.00 til 22:00. Óþarfi er að bóka í túrinn, bara mæta tímanlega á barinn og láta þjóninn vita.

Verð:

Bjórtúr með þriggja bjóra smakki (borið fram í 200ml glösum): 3.490 kr.

Bjórtúr með sex bjóra smakki (borið fram í 200ml glösum): 4.990 kr.

Loading...
_BIC0807_by_bicnick