Bjór og Bruggskóli

Bryggjan Brugghús starfrækir bjórskóla þar sem einstaklingar og hópar geta sótt sér einstaka skemmtun og fróðleik umvafin öllu því besta sem nútíma bjórmenning hefur uppá að bjóða. Hægt er að skrá sig í bjórskóla án matar eða með sérstökum matseðli sem yfirmatreiðslumaður Bryggjunnar, Margrét Ríkharðsdóttir, og Bergur Gunnarsson, bruggmeistari, hafa sett sérstaklega saman fyrir tilefnið.

Bruggmeistarinn miðar að því að gefa nemendum sínum góða innsýn í hinn spennandi og bragðgóða heim bjórsins. Kennarar okkar leiða nemendur í gegnum gegnum bruggferlið ásamt því að gefa hráefni og sögu bjórsins góð skil.

Námskeiðin enda á því að smakkaðar eru ýmsar tegundir bjórs af mismunandi stíl til að víkka sjóndeildarhring nemenda.

Fróðlegt, fyndið og bragðgott námskeið fyrir alla sem aldur hafa til.

Nánari upplýsingar og hópabókanir í síma 456 4040

Bjórarnir okkar

Pin It on Pinterest

Share This