Bjórarnir okkar

Hér er hægt að lesa um þá bjóra sem við eigum oftast á krana á Bryggjunni.

Paint it Blacker (Stout - Other)

Paint it Blacker er Russian Imperial Stout sem er þykkur og mjúkur með miklum karakter. Stoutinn er hár í alkóhól magni eða 11,1% án þess að að alkahól bragðið komi í gegn og það mun gera þennan bjór sérstaklega hættulegan til neyslu. Brögðin sem eru í forgrunni eru dökkt súkkulaði, kaffi, þurrkaðir ávextir, lakkrís, karamella og vanilla.

ABV:11.1%
IBU:

Mashing Pumpkins (Red Ale - Other)

Mashing Pumpkins er rauðleitur graskersbjór og mögulega fyrsti graskersbjór sem er bruggaður á Íslandi. Bjórinn er rauðleitur og þokukenndur vegna þess að við notuðum grillað graskers mauk til þess að bragðbæta hann og á eldhúsið hér á Bryggjunni Brugghúsi heiður skilið fyrir hjálpina. Mashing Pumpkins er 6% í alkahól styrk, rauðbrúnleitur og hefur hægláta tóna af kanil, kardimommu, sítrónugrasi, negul og múskat.

ABV:6%
IBU:

New England IPA (IPA)

New England IPA er skýjaður vegna aðferðarinnar sem notuð er við bruggun á þessari tegund bjóra. Hann er mjúkur á tungunni með beiskt eftirbragð. Þessi tegund bjóra hefur verið ein sú vinsælasta í litlum og sjálfstæðum brugghúsum Bandaríkjanna undanfarin ár.

ABV:
IBU:

Amber Ale (Red Ale - American Amber / Red)

Amber ale er bruggaður úr ljósu malti og Munich malti til að fá rauða litinn sem einkennir þessa tegund bjóra. Bjórinn er bruggaður á aðeins hærri hita sem gefur honum smá blóma karakter og keim af ristuðu brauði eða kexi, Amber Ale er síðan létt kolsýrður sem gefur mjúka á froðu og áferð.

 

ABV:
IBU:

Paint it Black (Stout - Imperial Oatmeal)

Er imperial Stou-tinn okkar sem vann nýlega þriðju verðlaun yfir bestu bjóranan á Bjórhátíðinni á Hólum. Paint it Black er 8,5% dónakall bruggaður með höfrum, ristuðu byggi og síðan var vanillustöngum bætt útí gerjunartankinn til að fá mjúkt og langt eftirbragð.

ABV:
IBU:

Red ale (IPA - Red)

Á meðan gerið er aðalmálið í hveitibjór og humlarnir aðalmálið í í IPA, DIPA, Pale ale þá er maltaða byggið aðalmálið í rauðölinu. Það sem gefur rauðölinu þennan lit er ristaða byggið sem ég set í bjórinn, þetta er mis-ristað bygg sem gefur sterkari lit en grunnbyggið sem er notað í lagerinn til dæmis. Ristunin gefur svona kaffi/lakkrís tóna.Lítið af humlum í rauðölinu og því er það í sætari kantinum.

ABV:
IBU:

Litli Grís (Double IPA)

Double IPA eða DIPA. Stór bjór, klokkar í rúmlega 8%. Notuð voru um það bil 15 kg af sykri til þess að auka áfengismagnið. Einnig setti ég töluvert af höfrum í bjórinn til þess að auka fyllinguna. Aðalmálið í kringum svona DIPA eru humlarnir, þeir eru í forgrunni. Auðvitað verður bjórinn að vera í jafnvægi, en humlarnir eru mikilvægastir. Columbus (beiskja), Citra, Mosaic (beiskja lykt)

ABV:
IBU:

Fagnaðarerindið (Belgian Dubbel)

FAGNAÐARERINDIÐ, bjórstíllinn er belgískur dubbel. Þessi jólin ber Bryggjan brugghús út fagnaðarerindið í fljótandi formi. Þurrkaðir ávextir og sæta frá ristuðu byggi einkennir þennan myrka en notalega bjór. Dökkur eins og nóttin en ljúfur í munni. Hjálpið okkur að breiða út Fagnaðarerindið.

ABV:
IBU:

Hrútskýrir (Sour - Gose)

Bjórstíllinn er Gose, gamall þýskur bjórstíll sem átti miklum vinsældum að fagna í Þýskalandi og hefur verið að koma sterkur inn í handverks bjórsenuna undanfarin ár. Rúmur helmingur kornsins sem notað er til bruggsins er maltað hveiti og er Hrútskýrir því hveitibjór. Það sem gerir Gose frábrugðinn öðrum algengum hveitibjórum er að hann er látinn súrna yfir nótt með hjálp mjólkursýrugerils.

ABV:
IBU:

Bryggjan Session IPA (IPA)

Session IPA er yngsta barnið í IPA fjölskyldunni. Lágur í áfengisprósentu en með nokkuð hátt beiskjustig. Session IPA er fullkominn bjór fyrir þá sem eru að leita að arómatískum humlum og beiskju en vilja halda bjórnum léttum og aðgengilegum.

ABV:
IBU:

Ed the red-ale (Red Ale - Other)

Í rauðöli Bryggjunar er ristaða maltið í forgrunni. Ristaða maltið gefur bjórnum dökkan lit og létta ristun í bragði. Einnig eru einkennandi karamellutónar til staðar. Rauðöl hentar sérstaklega vel með mat þar sem bjórinn er frekar sætur en beiskur.

ABV:
IBU:

Baldur (Hveitibjór) (Hefeweizen)

Mjög klassískur þýskur Hefeweizen. Það er notað 50% maltað hveiti á móti möltuðu byggi (sem er notað í alla bjóranna). Það sem gerir hveitibjórinn öðruvísi er hveitibjórgerið, sem gefur þennan bananakeim af bjórnum, gerið myndar sama efni og er í raun-bönunum. Mjög lítið af humlum í hveitibjór, hveitibjórar eiga ekki að vera beiskir, svo það skiptir eiginlega engu máli hvaða humlar eru notaðir.

ABV:
IBU:

Bryggjan Pilsner (Pilsner)

Klassískur, þýskur pilsner. Mjög beisik, aðgengilegur bjór. Lítið af humlum, karakterlítið korn og lager-ger gera það að verkum að bjórinn er mjög léttur og auðdrekkanlegur. Korn – Pilsner. Humlar – (Magnum, beiskja), Saaz, (lykt).

ABV:
IBU:

Bryggjan Pale Ale (Pale Ale)

Nokkuð léttur pale ale. Töluvert magn af humlum notað. Ekki mikil grunnbeiskja, en töluvert ávaxtalykt. Ávaxtalyktin kemur vegna þurrhumlunar. Gott að bjóða fólki sem langar að prófa e-ð nýtt, en ekki til í mjög avanserað dæmi. Korn (Pale ale malt, Munchen) Humlar: Columbus(beiskja), Citra, Amarillo, Centennial (beiskja, lykt).

ABV:
IBU:

Bryggjan IPA (IPA)

BRYGGJAN IPA, þessi bjór er hreinræktaður amerískur IPA. Hann er bruggaður með ógrynni af amerískum humlum (Columbus, Citra, MosaicCentennial) og þurrhumlaður með (Citra, Mosaic). Einnig er höfrum bætt við til þess að auka fyllingu bjórsins. Humlarnir gefa bjórnum ávaxta og sítruskeim ásamt töluverðri beiskju. Aggressívur, vinalegur, seigur.

ABV:
IBU:

Fyrsta Microbrewery Íslands

Bryggjan Brugghús er fyrsta microbrewery & bistro Íslands. Metnaður okkar liggur í að framleiða og bjóða uppá fjölbreytt úrval ýmissa veiga. Barinn státar af sérsmíðuðum vínskáp sem heldur auðugu vínsafni okkar í fullkomnu hitastigi ásamt 12 bjórdælum sem veita bjór beint úr brugghúsinu frá vel völdum brugghúsum eins og Borg, Mikkeller, Brewdog og To Öl.

Arturo Santoni Rousselle og Andrejs Petrovs ráða ríkjum í brugghúsinu og hafa bruggað marga af okkar vinsælustu bjórum. Við stefnum að því að brugga mismunandi stíl af bjór hér á Bryggjunni og munum vera með gestabruggara reglulega, Lager, IPA, Pale Ale, Belgian Dubbel, Session IPA eru okkar aðalsmerki en auk þeirra er oftast að finna hér skemmtilega árstíðabundna bjóra.

Skoða ferðir