Bjórar & Brugghúsið

Bryggjan Brugghús er fyrsta microbrewery & bistro Íslands. Metnaður okkar liggur í að framleiða og bjóða uppá fjölbreytt úrval ýmissa veiga. Barinn státar af sérsmíðuðum vínskáp sem heldur auðugu vínsafni okkar í fullkomnu hitastigi ásamt 12 bjórdælum sem veita bjór beint úr brugghúsinu frá vel völdum brugghúsum eins og Borg, Mikkeller, Brewdog og To Öl.

Bergur Gunnarsson er efnafræðingur og bruggmeistari menntaður í Edinborg, Skotlandi. Bergur hefur einnig verið frekar menntaður af vinum okkar í brugghúsinu ZIP í Ungverjalandi. Við stefnum að því að brugga mismunandi stíl af bjór, Lager, IPA, Pale Ale, Belgian Dubbel, Session IPA og öðrum frábærum bjór.

Við leggur mikinn metnað og rannsóknir í bjórpörun með bragðgóðum réttum úr eldhúsinu, Arturo Santoni Rousselle, vínþjónn, velur vínin vandlega.

Bjórarnir okkar

Bjórarnir okkar sem eru fáanlegir í Vínbúðinni eru hérna að neðan

BRYGGJAN IPA (IPA)

BRYGGJAN IPA, þessi bjór er hreinræktaður amerískur IPA. Hann er bruggaður með ógrynni af amerískum humlum (Columbus, Citra, MosaicCentennial) og þurrhumlaður með (Citra, Mosaic). Einnig er höfrum bætt við til þess að auka fyllingu bjórsins. Humlarnir gefa bjórnum ávaxta og sítruskeim ásamt töluverðri beiskju. Aggressívur, vinalegur, seigur.
Drekkist ferskt.
ABV:6.5%
Hops:Columbus, Citra, Mosaic, Centennial
Other:Citra, Mosaic

BRYGGJAN PALE ALE (Pale Ale)

BRYGGJAN PALE ALE, við leituðum vestur yfir Atlantshafið eins og Vestur-Íslendingar í leit að innblæstri við bruggunina á þessum beiska en ljúfa bjór. Eins og þeir skiljum við eftir beiskt líf og endum með beiskan bjór. Bruggaður með amerískum humlum (Amarillo, Centennial, Citra og Columbus) Bjórinn einkennist af ávaxtakeim vegna þurrhumlunar (Amarillo, Citra) og léttri beiskju. Auðmjúkur, djúsí, heiðarlegur.
Drekkist ferskt.
ABV:5.4%
Hops:Amarillo, Centennial, Citra, Columbus

BRYGGJAN PILSNER (Pilsner)

BRYGGJAN PILSNER er klassískur Bohemian pilsner. Þessi bjórstíll var fyrst bruggaður í Bóhemíu, héraði í austurríska keisaraveldinu árið 1842. Hefur lítið breyst síðan þá, enda er engin ástæða til Auðdrekkanlegur þó aðeins beiskari en aðrir lagerbjórar. Bruggaður með pilsner malti og humlaður með þýskum og tékkneskum humlum. Hressandi, þægilegur, bóhem.
ABV:5%