Bjórar & Brugghúsið

Bryggjan Brugghús er fyrsta microbrewery & bistro Íslands. Metnaður okkar liggur í að framleiða og bjóða uppá fjölbreytt úrval ýmissa veiga. Barinn státar af sérsmíðuðum vínskáp sem heldur auðugu vínsafni okkar í fullkomnu hitastigi ásamt 12 bjórdælum sem veita bjór beint úr brugghúsinu frá vel völdum brugghúsum eins og Borg, Mikkeller, Brewdog og To Öl.

Bergur Gunnarsson er efnafræðingur og bruggmeistari menntaður í Edinborg, Skotlandi. Bergur hefur einnig verið frekar menntaður af vinum okkar í brugghúsinu ZIP í Ungverjalandi. Við stefnum að því að brugga mismunandi stíl af bjór, Lager, IPA, Pale Ale, Belgian Dubbel, Session IPA og öðrum frábærum bjór.

Við leggur mikinn metnað og rannsóknir í bjórpörun með bragðgóðum réttum úr eldhúsinu, Arturo Santoni Rousselle, vínþjónn, velur vínin vandlega.

Bjórarnir okkar

Pin It on Pinterest

Share This