Velkomin á vefsíðu Bryggjunnar Brugghús

Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík sem leggur áherslu á fersk hráefni og gæða bjór af ýmsum tegundum sem dælt er beint úr brugghúsinu. Bryggjan getur tekið á móti allt að 280 gestum og er opin frá 11 til 01 alla daga vikunnar. Sími 00354 456 4040, email. booking@bryggjanbrugghus.is

Matseðillinn okkar

Bjórarnir okkar!

Barinn státar af 12 bjórdælum sem veita bjór beint úr brugghúsinu, Bryggjan býður t.d. upp á:

BRYGGJAN LAGER

Klassískur ljós lager með þýsku geri. Notaðir eru tékkneskir Saaz og þýskir Magnum humlar í þennan bjór sem slær 5%.

BRYGGJAN PALE ALE

Amerískur pale ale, léttur í munni með yfignæfandi humlalykt vegna þurrhumlunar sem gefur góðann ávaxtakeim. Notaðir eru Amarillo, Cascade, Centennial og Columbus humlar sem negla í 5,2%.

BRYGGJAN IPA’S

Á Bryggjunni má alltaf finna IPA. Ekki alltaf þann sama, en góður er hann!

BRYGGJAN SÉRBJÓRAR

Bjóðum alltaf sérbjóra á dælu. Spyrjið þjóninn

BRYGGJAN IPA (IPA)

BRYGGJAN IPA, þessi bjór er hreinræktaður amerískur IPA. Hann er bruggaður með ógrynni af amerískum humlum (Columbus, Citra, MosaicCentennial) og þurrhumlaður með (Citra, Mosaic). Einnig er höfrum bætt við til þess að auka fyllingu bjórsins. Humlarnir gefa bjórnum ávaxta og sítruskeim ásamt töluverðri beiskju. Aggressívur, vinalegur, seigur.
Drekkist ferskt.
ABV:6.5%
Hops:Columbus, Citra, Mosaic, Centennial
Other:Citra, Mosaic

BRYGGJAN PALE ALE (Pale Ale)

BRYGGJAN PALE ALE, við leituðum vestur yfir Atlantshafið eins og Vestur-Íslendingar í leit að innblæstri við bruggunina á þessum beiska en ljúfa bjór. Eins og þeir skiljum við eftir beiskt líf og endum með beiskan bjór. Bruggaður með amerískum humlum (Amarillo, Centennial, Citra og Columbus) Bjórinn einkennist af ávaxtakeim vegna þurrhumlunar (Amarillo, Citra) og léttri beiskju. Auðmjúkur, djúsí, heiðarlegur.
Drekkist ferskt.
ABV:5.4%
Hops:Amarillo, Centennial, Citra, Columbus

BRYGGJAN PILSNER (Pilsner)

BRYGGJAN PILSNER er klassískur Bohemian pilsner. Þessi bjórstíll var fyrst bruggaður í Bóhemíu, héraði í austurríska keisaraveldinu árið 1842. Hefur lítið breyst síðan þá, enda er engin ástæða til Auðdrekkanlegur þó aðeins beiskari en aðrir lagerbjórar. Bruggaður með pilsner malti og humlaður með þýskum og tékkneskum humlum. Hressandi, þægilegur, bóhem.
ABV:5%

Bjórskóli Bryggjunnar Brugghús

Bjórskóli Bryggjunnar Brugghús er skemmtilegt og fræðandi 60 mínútna námskeið sem inniheldur nóg af bjór og gómsætum veitingum sem engan svíkja! Vinsamlegast athugið að aldurstakmark í skólann er 20 ár.

Innifalið í skólanum er fjölbreytt þriggja bjóra smakk úr brugghúsinu okkar, allt að 1,5 ltr. af lagernum okkar, 8 kjúklingavængir hægeldaðir upp úr Bryggjubjór og velt upp úr heimagerðri hot sauce, bjórsoðinn kræklingur með fennel, hvítlauk og kóríander. Og síðast en ekki síst hressandi kennsla og fjölbreyttur fróðleikur!

Bjórskólinn fer fram á íslensku á fimmtu-, föstu-, og laugardögum klukkan 18.00. Á ensku fer hann fram alla daga klukkan 17.00. Fyrir bókanir og meiri upplýsingar vinsamlegast hafið samband við booking@bryggjanbrugghus / 456 4040

Verð: 8.990 kr.