Velkomin á Bryggjuna Brugghús

Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík sem leggur áherslu á fersk hráefni og að því að brugga gæða bjór af ýmsum tegundum sem dælt er beint úr brugghúsinu í glas gesta, þannig að ferskari bjór fæst ekki í Reykjavík.

Bryggjan getur tekið á móti allt að 280 gestum í sal og á góðviðris dögum yfir 100 manns á bryggjunni.

Bryggjan Brugghús er opin frá 11:00 til 23:00 sunnudag – miðvikudags, til 24:00 á fimmtudögum og til 01:00 föstudaga og laugardaga.

Eldhúsið er opið fimmtudag til laugardags 11:30-22:30 og sunnudag til miðvikudags 11:30-22:00, milli 15-17 er hægt að panta af barseðli.

Opnunartími yfir jólin :

24. og 25. desember frá 17-22,

31. desember 17 – 23

1. janúar Lokað

Sími +354 456 4040, email. booking@bryggjanbrugghus.is

Bóka borð núna

Matseðillinn okkar
Bjórarnir okkar

Bryggjan IPA (IPA)

BRYGGJAN IPA, þessi bjór er hreinræktaður amerískur IPA. Hann er bruggaður með ógrynni af amerískum humlum (Columbus, Citra, MosaicCentennial) og þurrhumlaður með (Citra, Mosaic). Einnig er höfrum bætt við til þess að auka fyllingu bjórsins. Humlarnir gefa bjórnum ávaxta og sítruskeim ásamt töluverðri beiskju. Aggressívur, vinalegur, seigur.
Drekkist ferskt.
ABV:
IBU:

Bryggjan Pale Ale (Pale Ale)

Nokkuð léttur pale ale. Töluvert magn af humlum notað. Ekki mikil grunnbeiskja, en töluvert ávaxtalykt. Ávaxtalyktin kemur vegna þurrhumlunar. Gott að bjóða fólki sem langar að prófa e-ð nýtt, en ekki til í mjög avanserað dæmi. Korn (Pale ale malt, Munchen) Humlar: Columbus(beiskja), Citra, Amarillo, Centennial (beiskja, lykt).

ABV:
IBU:

Bryggjan Pilsner (Pilsner)

Klassískur, þýskur pilsner. Mjög beisik, aðgengilegur bjór. Lítið af humlum, karakterlítið korn og lager-ger gera það að verkum að bjórinn er mjög léttur og auðdrekkanlegur. Korn – Pilsner. Humlar – (Magnum, beiskja), Saaz, (lykt).

ABV:
IBU:
Bjórskólinn

Bjórskóli Bryggjunnar Brugghús er skemmtilegt og fræðandi 60 mínútna námskeið sem inniheldur nóg af bjór og gómsætum veitingum sem engan svíkja! Vinsamlegast athugið að aldurstakmark í skólann er 20 ár.

Innifalið í skólanum er fjölbreytt þriggja bjóra smakk úr brugghúsinu okkar, allt að 1,5 ltr. af lagernum okkar, 8 kjúklingavængir hægeldaðir upp úr Bryggjubjór og velt upp úr heimagerðri hot sauce, bjórsoðinn kræklingur með fennel, hvítlauk og kóríander. Og síðast en ekki síst hressandi kennsla og fjölbreyttur fróðleikur!

Bjórskólinn fer fram á íslensku á fimmtu-, föstu-, og laugardögum klukkan 18.00. Á ensku fer hann fram alla daga klukkan 17.00. Fyrir bókanir og meiri upplýsingar vinsamlegast hafið samband við booking@bryggjanbrugghus.is / 456 4040

Verð: 8.990 kr.

Sjá öll hin námskeiðin